Sýning á verkum Ellerts opnuð vestanhafs
Í kvöld verður opnuð sýning á verkum Ellert Grétarssonar, ljósmyndara Víkurfrétta, í Renaissance galleríinu í listamiðstöðinni Narrows Center for the Arts sem staðsett er í Fall River, Massachuttes. Sýningin ber heitið “ICELAND” en á henni eru hátt í 50 verk eftir Ellert, bæði ljósmyndir og stafræn myndverk tengd íslenskri náttúru.
Sýningarstjórar Narrows fengu áhuga á verkum Ellerts eftir að mynd eftir hann birtist í listatímaritinu Art Business News vorið 2004 og buðu honum að setja upp sýningu þar vestra.
Þetta er fyrsta einkasýning Ellerts á erlendri grund en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum og hefur honum verið boðin þátttaka í einni slíkri í New York í haust.
Þá hefur Ellert haldið nokkrar einkasýningar hér á landi, s.s. á Eiðum, Skriðuklaustri, Café Mílanó, Svarta pakkhúsinu, Flugstöðinni á Egilsstöðum og víðar.
Mynd: Gestir sýningarinnar í Narrows fá meðal annars að sjá nokkra íslenska bergrisa sem Ellert hefur ljósmyndað víðsvegar um landið. Þessi á heima í hinum mikilfenglegu Fjaðrárgljúfrum.
Sýningarstjórar Narrows fengu áhuga á verkum Ellerts eftir að mynd eftir hann birtist í listatímaritinu Art Business News vorið 2004 og buðu honum að setja upp sýningu þar vestra.
Þetta er fyrsta einkasýning Ellerts á erlendri grund en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum og hefur honum verið boðin þátttaka í einni slíkri í New York í haust.
Þá hefur Ellert haldið nokkrar einkasýningar hér á landi, s.s. á Eiðum, Skriðuklaustri, Café Mílanó, Svarta pakkhúsinu, Flugstöðinni á Egilsstöðum og víðar.
Mynd: Gestir sýningarinnar í Narrows fá meðal annars að sjá nokkra íslenska bergrisa sem Ellert hefur ljósmyndað víðsvegar um landið. Þessi á heima í hinum mikilfenglegu Fjaðrárgljúfrum.