Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýni tekin úr glóandi hraunkvikunni
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. júlí 2023 kl. 12:45

Sýni tekin úr glóandi hraunkvikunni

Það er að mörgu að hyggja þegar litið er eftir eldgosum. Eitt af því sem fengist er við er að taka sýni af rennandi hraunkviku, sýnin eru síðan notuð til að finna út efnasamsetningu, seigju, hitastig og kristöllunarstig. Slík gögn eru síðan notuð til að herma hraunrennsli svo betur megi bregðast við í framtíðareldgosum.

En að nálgast rennandi hraun getur verið vandasamt, einkum vegna þess hve mikill geislahiti stafar af því. Til að geta sinnt þessu verki hefur Elkem Ísland styrkt rannsóknarhópinn með því að gefa sérstakan varnargalla til verksins og á myndunum sem sem hér fylgja má glöggt sjá notagildi slíkra búninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndirnar eru fengnar af Facebook-síðu rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá, það er meistaraneminn Diana Alvarez sem tekur sýnið.