Syngjandi glaður á 101 árs afmælisdaginn

Það er ekki á hverjum degi sem menn halda upp á 101 árs afmæli sitt en það gerði Sandgerðingurinn Ármann Guðjónsson sannarlega með pomp og prakt í dag. Ármann sem alla sína starfsævi var sjómaður hélt upp á daginn ásamt fjölskyldu sinni og vinum á Hlévangi við Faxabraut. 
Ekki skemmdi fyrir að stórsöngvarinn Geir Ólafs mætti á svæðið og hélt uppi fjörinu með hverjum smellinum á fætur öðrum og heimilisfólkið tók hraustlega undir.




VF-Myndir Eyþór Sæmundsson: Ármann ásamt fjölskyldu sinni á efstu myndinni og neðst má sjá Ármann taka undir hjá Geir.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				