Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýndu landsleikinn með varaafli
Rafstöðin við björgunarstöðina í Grindavík. Mynd: Bsv. Þorbjörn.
Mánudagur 16. janúar 2023 kl. 21:20

Sýndu landsleikinn með varaafli

Björgunarsveitin Þorbjörn reddaði handboltaþyrstum Grindvíkingum síðdegis með því að tengja varaafl við björgunarstöðina í Grindavík. Þannig var hægt að horfa á leik Íslands og Suður-Kóreu á HM í handknattleik, fá sér rjúkandi kaffi og hlaða síma.

Þessi aðgerð björgunarsveitarinnar fékk góð viðbrögð og meðal þeirra sem hentu inn athugasemd við færslu björgunarsveitarinnar „Vel gert!!!!!“ var Handknattleikssamband Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024