Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýna Grindvíkingum vanvirðingu og yfirgang
Fimmtudagur 6. nóvember 2014 kl. 10:41

Sýna Grindvíkingum vanvirðingu og yfirgang

Grindavíkurbær hefur krafist aðkomu að endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu því heildarendurskoðun hennar gæti haft veruleg áhrif á landnýtingu innan Grindavíkurbæjar. Því er eðlilegt að unnið sé að þessu verkefni í nánu samstarfi við Grindavíkurbæ.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki svarað þeirri kröfu Grindavíkurbæjar og með því telur Grindavíkurbær að verið sé að sýna ákveðna vanvirðingu og yfirgang. Grindavíkurbær hefur jafnframt lýst afstöðu sinni við Hafnarfjarðarbæ.

Bæjarstjórn Grindavíku lítur svo á að sveitarfélagið sé ekki almennur hagsmunaaðili, og því ekki bundið af athugasemdafresti til 10. nóvember. Bæjarstjórn hefur leitað álits lögmanns á málinu og mun veita sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu umsögn þegar það liggur fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024