Sykurbræðsla á Suðurnesjum
Fjölmargir aðilar eru að kanna grundvöll þess að reisa nýja verksmiðju á Íslandi sem breyta myndi sykri í polior. Þetta eru meðal annarra Samtök iðnaðarins, iðnaðarráðuneytið, Iðntæknistofnun, Nýsköpunarsjóður og Hitaveita Suðurnesja auk suður-afrískra og bandarískra fjárfesta. visir.is greindi frá.
Polior er m.a. notað í ýmsar snyrtivörur og ef allt gengur upp verður íslenskur jarðvarmi notaður við framleiðsluna. Polior hefur til þessa verið unnið úr lífrænum efnum, aðallega olíu, að sögn Sveins Hannessonar hjá Samtökum iðnaðarins.
,,Menn eru að gera tilraunir með að framleiða þessi efni úr sykri og slík verksmiðja myndi hreinlega éta koltvísýringinn eða binda hann í stað þess að blása út í loftið. Til þessa þarf óhemju magn af gufu og þarna eru menn að horfa til þess að nýta jarðhitann," segir Sveinn.
Búið er að skoða þetta mál í nokkur ár að sögn Sveins og líta menn einkum til háhitasvæðanna á Suðurnesjum. ,,Það er nýbúið að stofna um þetta fyrirtæki í Suður-Afríku þar sem sykurinn er. Hann er á mjög lágu verði á heimsmarkaði og það yrði hvalreki fyrir þá að auka verðmæti sykursins. Við erum aftur að taka þátt í tilraunarekstrinum og hugmyndin er að þetta verði byggt hér. Við erum að leita að tækifærum í jarðiðnaðinum sem ekki yrði bundinn við stóriðju heldur efnaiðnaði fyrst og fremst."
Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar alþingis, segist kannast vel við þetta mál en það sé aðeins angi þeirra tækifæra sem íslenskir orkugjafar bjóði upp á. ,,Þessi athugun á sér langan aðdraganda en er enn á algjöru frumstigi. Þetta er hins vegar aðeins eitt mýmargra dæma sem við eigum eftir að sjá," segir Hjálmar.
Hann nefnir vetnisframleiðslu, hugsanlegt tölvuþorp á Reykjanesi og fleiri möguleika, þar sem spurn eftir vistvænni orku sé meiri en nokkurn óri fyrir. ,,Það er sem dæmi bara búið að virkja um 1 prósent jarðhitans hérna," segir Hjálmar og kallar Ísland Kúweit norðursins.
Polior er m.a. notað í ýmsar snyrtivörur og ef allt gengur upp verður íslenskur jarðvarmi notaður við framleiðsluna. Polior hefur til þessa verið unnið úr lífrænum efnum, aðallega olíu, að sögn Sveins Hannessonar hjá Samtökum iðnaðarins.
,,Menn eru að gera tilraunir með að framleiða þessi efni úr sykri og slík verksmiðja myndi hreinlega éta koltvísýringinn eða binda hann í stað þess að blása út í loftið. Til þessa þarf óhemju magn af gufu og þarna eru menn að horfa til þess að nýta jarðhitann," segir Sveinn.
Búið er að skoða þetta mál í nokkur ár að sögn Sveins og líta menn einkum til háhitasvæðanna á Suðurnesjum. ,,Það er nýbúið að stofna um þetta fyrirtæki í Suður-Afríku þar sem sykurinn er. Hann er á mjög lágu verði á heimsmarkaði og það yrði hvalreki fyrir þá að auka verðmæti sykursins. Við erum aftur að taka þátt í tilraunarekstrinum og hugmyndin er að þetta verði byggt hér. Við erum að leita að tækifærum í jarðiðnaðinum sem ekki yrði bundinn við stóriðju heldur efnaiðnaði fyrst og fremst."
Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar alþingis, segist kannast vel við þetta mál en það sé aðeins angi þeirra tækifæra sem íslenskir orkugjafar bjóði upp á. ,,Þessi athugun á sér langan aðdraganda en er enn á algjöru frumstigi. Þetta er hins vegar aðeins eitt mýmargra dæma sem við eigum eftir að sjá," segir Hjálmar.
Hann nefnir vetnisframleiðslu, hugsanlegt tölvuþorp á Reykjanesi og fleiri möguleika, þar sem spurn eftir vistvænni orku sé meiri en nokkurn óri fyrir. ,,Það er sem dæmi bara búið að virkja um 1 prósent jarðhitans hérna," segir Hjálmar og kallar Ísland Kúweit norðursins.