Sýknaður af kæru um líkamsárás
Í morgun sýknaði Héraðsdómur Reykjaness 26 ára karlmann af ákæru um stórfellda líkamsárás. Hann var hins vegar fundinn sekur um ölvun við akstur og gert að greiða sekt að upphæð 130.000 og var sviptur ökuréttindum í eitt ár.
Meint líkamárás átti að hafa átt sér stað í Stapa þann 26. desember 1999 þar sem karlmaður, sem var 21 árs á þeim tíma, bar að ákærði hefði slegið sig í höfuðið með áfengisflösku með þeim afleiðingum að tveir hryggjarliðir hafðu fallið saman.
Kæra var ekki lögð fram í málinu fyrr en 7. júní 2002, meint fórnarlamb árásarinnar hafi ekki kært verknaðinn fyrr en nokkru síðar þar sem þar sem hann hefði haldið að sár hans myndu gróa fljótt og hann ná fullum bata. Sú hefði ekki orðið raunin og fyndi hann enn til í baki, hálsi og höndum. Auk þess sem hann bar að hann hefði ekki getað stundað sjómennsku eins og hann gerði áður en verkirnir urðu of miklir.
Ákærði neitaði sök staðfastlega og kvaðst ekki hafa veist að umræddum manni og taldi dómurinn varhugavert að telja lögfulla sönnun fram komna fyrir því að árásin hefði átt sér stað. Áverkar hafi ekki bent til þess með óyggjandi hætti að kærandi hafi verið sleginn með flösku og eins þótti ekki sýnt fram á að meiðsli á baki og hálsi væri hægt að rekja til meintrar árásar. Auk þess kom á daginn að kærandi hafði ekki hætt sjómennsku og stundaði hana enn í dag.
Meint líkamárás átti að hafa átt sér stað í Stapa þann 26. desember 1999 þar sem karlmaður, sem var 21 árs á þeim tíma, bar að ákærði hefði slegið sig í höfuðið með áfengisflösku með þeim afleiðingum að tveir hryggjarliðir hafðu fallið saman.
Kæra var ekki lögð fram í málinu fyrr en 7. júní 2002, meint fórnarlamb árásarinnar hafi ekki kært verknaðinn fyrr en nokkru síðar þar sem þar sem hann hefði haldið að sár hans myndu gróa fljótt og hann ná fullum bata. Sú hefði ekki orðið raunin og fyndi hann enn til í baki, hálsi og höndum. Auk þess sem hann bar að hann hefði ekki getað stundað sjómennsku eins og hann gerði áður en verkirnir urðu of miklir.
Ákærði neitaði sök staðfastlega og kvaðst ekki hafa veist að umræddum manni og taldi dómurinn varhugavert að telja lögfulla sönnun fram komna fyrir því að árásin hefði átt sér stað. Áverkar hafi ekki bent til þess með óyggjandi hætti að kærandi hafi verið sleginn með flösku og eins þótti ekki sýnt fram á að meiðsli á baki og hálsi væri hægt að rekja til meintrar árásar. Auk þess kom á daginn að kærandi hafði ekki hætt sjómennsku og stundaði hana enn í dag.