Sýknaðir í jarðadeildu á Hvalsnesi
Eigendur jarðarinnar Melabergs á Hvalsnesi voru á mánudag sýknaðir fyrir héraðsdómi Reykjaness af kröfum eiganda jarðarinnar Nesja sem liggur við hlið Melabergs um að sá síðarnefndi fái bróðurpart af landi sem hann taldi óskipt milli jarðanna tveggja.
Stefnandi taldi að hvergi lægju fyrir landamerki á milli jarðanna, en Melberg var hjáleiga frá Nesjum fram að 1916, og krafðist 81,2% af meintu óskiptu landi, en 60% til vara.
Stefndu, sem festu kaup á Melbergi árið 1992, töldu hins vegar að kaupsamningur frá árinu 1922 staðfesti landamerki sem einnig eru skráð í landamerkjabók Gullbringu og Kjósarsýslu. Eigendur Nesja hefðu þá ekki gefið til kynna að jarðirnar ættu óskipt land fyrr en á árinu 2005.
Dómurinn taldi að sáttin frá 1922 hafi kveðið á um jarðamerki og stefndi hafi ekki náð að sýna fram á hið gagnstæða.
Málsástæðum stefnanda var því hafnað og honum gert að greiða stefndu málskostnað að upphæð kr. 800.000.
Loftmyndir/Google Earth
Landsvæðið sem um ræðir sést á meðfylgjandi myndum.