Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svona sá almættið messugesti við Prestvörðu
Frá messu gærkvöldsins við Prestvörðuna í Leiru. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2024 kl. 06:18

Svona sá almættið messugesti við Prestvörðu

Á þriðja tug göngugarpa tók þátt í útimessu við Prestvörðuna í Leiru í gærkvöldi, sunnudagskvöld. Hópurinn lagði upp frá golfskálanum í Leiru og gekk um 600 metra upp í heiðina, þar sem vörðuna er að finna.

Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, sá um messuna og var með gítar í för.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Messugestir klæddu sig eftir veðri og tóku með sér gott nesti fyrir messukaffið eftir guðsþjónustu séra Sigurðar Grétars.

Ljósmyndari Víkurfrétta ákvað að senda dróna á loft á svæðinu og sjá sjónarhorn almættisins á messu gærkvöldsins.

VF/Hilmar Bragi