Svona er umhorfs við Norðurljósaveg vestan Grindavíkur
Hraun rann í gær yfir Nesveg, Norðurljósaveg og Grindavíkurveg sunnan við Þorbjörn. Allir eru þessir vegir ófærir eftir hamfarirnar í gær.
Grindavík hefur verið lokuð í dag að mestu. Fyrirtækjaeigendur hafa verið að bjarga verðmætum og húseigendur sem eru búsettir í bænum hafa einnig verið að ganga úr skugga um að allt sé í lagi, en bærinn er án raforku þar til varaaflstöðvum hefur verið komið í gang.
Ljósmyndari Víkurfrétta sendi flygildi á loft vestan við bæinn í dag og myndaði svæðið þar sem Norðurljósavegur fór undir hraun. Myndirnar má sjá í myndasafni hér að neðan.