Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svona er staðan á HSS í læknaverkfalli
Mánudagur 17. nóvember 2014 kl. 02:26

Svona er staðan á HSS í læknaverkfalli

Vegna boðaðs verkfalls lækna þann frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember nk. verður vinnufyrirkomulag lækna á heilsugæslu og slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eftirfarandi, ef til verkfalls kemur:
 
Tveir læknar verða með móttöku á heilsugæslunni í Reykjanesbæ á dagvinnutíma á milli kl. 8 til 16.

Einn læknir verður á slysa- og bráðamóttökunni á dagvinnutíma kl. 8 til 16, en þar verður eingöngu sinnt slysum og bráðatilvikum.

Vakt milli kl. 16 og 08 verður mönnuð af tveimur læknum. Ekki verður opin móttaka milli kl. 16 og 20, heldur einungis sinnt neyðartilfellum.

Ekki verður móttaka læknis í Grindavík eða Vogum þessa daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024