Fréttir

Svona er listi Sjálfstæðisflokksins  í Reykjanesbæ
Árni Sigfússon bæjarstjóri ásamt konu sinni, Bryndísi Guðmundsdóttur.
Föstudagur 21. mars 2014 kl. 09:44

Svona er listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

– samþykktur á fjölmennum fundi fulltrúaráðs í gærkvöldi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á fjölmennum fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ í kvöld. Listann skipa tólf karlar og tíu konur. Þrjár konur eru í sex efstu sætum á listanum.

Á fundinum var tekist á um hvort listinn yrði óbreyttur frá niðurstöðum prófkjörs en þar urðu tvær konur í 10 efstu sætum. Kjörnefnd hafði heimild til að gera breytingar á niðurstöðu prófkjörs, samkvæmt reglum flokksins og lagði til að jafna hlut kvenna á listanum. Meirihluti fulltrúaráðsins samþykkti þá niðurstöðu og röðun listans.

Í sex efstu sætum eru þrjár konur. Þá er hlutur ungs fólks óvenju mikill á listanum sem samþykktur var á fundi fulltrúaráðsins.

Eftirfarandi einstaklingar eru á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar:

Árni Sigfússon, bæjarstjóri

Magnea Guðmundsóttir, upplýsingafulltrúi og bæjarfulltrúi

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og  bæjarfulltrúi

Baldur Guðmundsson, útibússtjóri og bæjarfulltrúi

Björk Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi

Ingigerður Sæmundsdóttir, framhaldsskólakennari

Jóhann S. Sigurbergsson, forstöðumaður

Una Sigurðardóttir, sérfræðingur

Ísak Ernir Kristinsson, stúdent

Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri

Hildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur og varaformaður SUS

Hanna B. Konráðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaraprófsnemi í lögfræði

Þórarinn Gunnarsson, stúdent og formaður ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, sálfræðinemi

Rúnar Arnarson, bankastarfsmaður        

Haraldur Helgason, matreiðslumeistari

Sigrún I. Ævarsdóttir, lögfræðingur og kaupmaður

Erlingur Bjarnason, rekstrarstjóri

Gígja S. Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur

Grétar Guðlaugsson, byggingafræðingur

Einar Magnússon, skipstjóri og bæjarfulltrúi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður og ráðherra

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024