Svona er fyrsti snjórinn í Reykjanesbæ
Um fátt hefur verið meira talað en fyrsta snjóinn á þessu hausti sem fallið hefur á suðvesturhorninu. Reykjavík virðist vera á kafi í snjó m.v. lýsingar í útvarpi í morgun.
Á Suðurnesjum fer ekki eins mikið fyrir þessum umtalaða snjó. Efri myndin er tekin í miðbæ Keflavíkur en sú neðri á Ásbrú, þar sem var smá föl eftir nóttina.
VF-myndir: Hilmar Bragi