Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svitinn perlaði af ungabarni sem var lokað í bíl við Hafnargötu
Mánudagur 5. september 2011 kl. 19:06

Svitinn perlaði af ungabarni sem var lokað í bíl við Hafnargötu

Barnaverndaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa nú til meðferðar atvik sem kom upp framan við veitingahúsið Ránna við Hafnargötu í Keflavík síðdegis í gær. Tilkynnt var um ungabarn sem skilið hafði verið eftir bundið í bílstól í bifreið utan við veitingahúsið. Þegar lögreglumenn komu á vettvang perlaði sviti af barninu og það var rautt í andliti af hita en sólin skein inn um rúður bílsins og í andlit barnsins. Þá var barnið mikið klætt og augljóslega orðið mjög heitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilkynningin sem barst lögreglu var á þá leið að barnið hafi verið lokað inni í bílnum í tölvuverðan tíma. Við eftirgrennslan lögreglu fundust foreldrar barnsins inni á veitingahúsinu en þeir höfðu ákveðið að skilja barnið eftir í bílnum og fá sér að borða.

Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Suðurnesjum að barnaverndaryfirvöld hafi þegar verið kölluð til en barnið er rúmlega eins árs, fætt í maí 2010.