Sviptur í vímu með stolin númer
Karlmaður var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann ók einnig sviptur ökuréttindum. Enn fleira virtist hann hafa á samviskunni, því þegar lögregla fór að athuga skráningu bifreiðarinnar sem hann ók, hafði skráningarmerkjunum á henni verið stolið af annarri bifreið.