Sviptur í ár vegna ölvunaraksturs
Maður búsettur í Reykjanesbæ var í síðustu viku dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til eins árs ökuleyfissviptingar fyrir ölvunarakstur. Hann hafði síðla árs 2005 verið tekinn fastur á heimili sínu eftir að hafa ekið niður umferðarskilti innanbæjar og mældist áfengismagn í blóði hans 2,4 prómil.
Viðkomandi viðurkenndi að hafa verið ölvaður við akstur og var, eins og fyrr sagði, dæmdur til eins árs ökuleyfissviptingar, en sú refsing kemur ekki til framkvæmda fyrr en eftir ár þar sem hann var sviptur ökuréttindum til tveggja ára í upphafi árs 2006, einnig fyrir að aka undir áhrifum.
Viðkomandi viðurkenndi að hafa verið ölvaður við akstur og var, eins og fyrr sagði, dæmdur til eins árs ökuleyfissviptingar, en sú refsing kemur ekki til framkvæmda fyrr en eftir ár þar sem hann var sviptur ökuréttindum til tveggja ára í upphafi árs 2006, einnig fyrir að aka undir áhrifum.