Sviptur eftir hraðakstur framhjá barnaskóla
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Skólavegi nálægt Holtaskóla í Reykjanesbæ í gær þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Sá er hraðast ók mældist á 85 km/klst eða á nær þreföldum hámarkshraða. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og má eiga von á hárri sekt.
Þá var einn ökumaður tekinn í nótt, grunaður um ölvun við akstur á Sandgerðisveginum, og var hann einnig kærður fyrir akstur án ökuréttinda.
Þá var einn ökumaður tekinn í nótt, grunaður um ölvun við akstur á Sandgerðisveginum, og var hann einnig kærður fyrir akstur án ökuréttinda.