Svipmyndir úr ljósmyndasafni Víkurfrétta
Í 30 ára útgáfusögu Víkurfrétta hefur safnast gríðarlegur fjöldi ljósmynda. Síðustu misserin hefur verið unnið að því að skrásetja þessar myndir með Fotoweb-kerfinu til að þær verði betur aðgengilegar í framtíðinni enda er óhætt að segja að safnið hafi að geyma samtímasögu Suðurnesjamanna síðasta aldarfjórðunginn. Hér er því um mjög verðmætar sögulegar heimildir að ræða. Nú hafa um 9,500 ljósmyndir verið skrásettar í kerfið en það er þó aðeins lítill hluti af heildar safninu.
Víkurfréttir munu af og til birta myndir úr safninu á ljósmyndavef Víkurfrétta á vf.is, lesendum til fróðleiks og ánægju undir heitinu Svipmyndir úr safni