Fimmtudagur 20. maí 2010 kl. 09:07
Svipaður heildarafli í apríl
Heildaraflinn í apríl hélst svipaður á milli ára í Suðurnesjahöfnum. Alls bárust 6.975 tonn á land í apríl síðastliðnum samanborið við 7.070 tonn í sama mánuði síðasta árs.
Í Grindavík jókst heildaraflinn á milli ára. Var 4.758 tonn í apríl síðastliðnum samanborið við 3.888 tonn í apríl 2009.