Svíkur út sterk lyf á nöfn og kennitölur fólks í Keflavík
Óreglukona hefur síðustu mánuði svikið út sterk lyf á nöfn og kennitölur kvenna úr Keflavík. Lyfin hafa öll verið svikin út á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um 4-5 lyfjaúttektir á einn og sama einstaklinginn í desembermánuði einum, en úttektirnar spanna yfir lengra tímabil eða frá haustmánuðum í fyrra.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var það hjúkrunarfræðingur sem þekkir vel til Keflavíkur sem komst að því að óhreint mjöl væri í pokahorninu. Vakti það athygli hjúkrunarfræðingsins að fólk suður með sjó væri að leita til heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að leita til stöðvarinnar í Keflavík. Kannaðist hjúkrunarfræðingurinn við nöfn fólks og því var farið að grennslast fyrir um lyfjaúttektirnar.
Óreglukonan mun hafa notað nöfn og kennitölur kvenna úr Keflavík með því að hringja m.a. í heilsugæslustöðvar í Garðabæ, í Hlíðunum í Reykjavík og á Læknavaktina. Einnig mun hún hafa farið á heilsugæslustöðvar og gefið upp nöfn og kennitölur sem ekki var hennar og fengið ávísað sterkum lyfjum.
Málið hefur nú verið kært til lögreglu og einnig er embætti landlæknis komið með það inn á borð til sín.
„Það virðist vera mjög auðvelt að blekkja kerfið,“ segir heimildarmaður Víkurfrétta. „Fólk getur valsað á milli læknastofa og fengið ávísað sterkum lyfjum á aðra einstaklinga en það er sjálft. Fólk þarf að framvísa skilríkjum þegar það sækir stundaskrár í framhaldsskóla eða ætlar inn á skemmtistaði, en það getur fengið ávísað lyfjum án þess að læknar hafi á hreinu hverja það sé að skipta við“.
Heilsugæslustöðvar hafa ekki miðlægan gagnagrunn þannig að erfitt er að fylgjast með því þegar fólk fer á milli læknastofa í þeim tilgangi að svíkja út lyf.
Viðmælandi Víkurfrétta sagði að nú færi í hönd að hreinsa mannorð sitt á lyfjaskrám því óafvitandi sé ferillinn í lyfjaúttektum orðinn mjög skrautlegur þegar kemur að sterkum lyfjum. Það á við um fleiri einstaklinga.
Þá er lögregla að kanna hvort fleiri en umrædd óreglukona hafi einnig stundað þessa iðju, en grunur er um slíkt.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var það hjúkrunarfræðingur sem þekkir vel til Keflavíkur sem komst að því að óhreint mjöl væri í pokahorninu. Vakti það athygli hjúkrunarfræðingsins að fólk suður með sjó væri að leita til heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að leita til stöðvarinnar í Keflavík. Kannaðist hjúkrunarfræðingurinn við nöfn fólks og því var farið að grennslast fyrir um lyfjaúttektirnar.
Óreglukonan mun hafa notað nöfn og kennitölur kvenna úr Keflavík með því að hringja m.a. í heilsugæslustöðvar í Garðabæ, í Hlíðunum í Reykjavík og á Læknavaktina. Einnig mun hún hafa farið á heilsugæslustöðvar og gefið upp nöfn og kennitölur sem ekki var hennar og fengið ávísað sterkum lyfjum.
Málið hefur nú verið kært til lögreglu og einnig er embætti landlæknis komið með það inn á borð til sín.
„Það virðist vera mjög auðvelt að blekkja kerfið,“ segir heimildarmaður Víkurfrétta. „Fólk getur valsað á milli læknastofa og fengið ávísað sterkum lyfjum á aðra einstaklinga en það er sjálft. Fólk þarf að framvísa skilríkjum þegar það sækir stundaskrár í framhaldsskóla eða ætlar inn á skemmtistaði, en það getur fengið ávísað lyfjum án þess að læknar hafi á hreinu hverja það sé að skipta við“.
Heilsugæslustöðvar hafa ekki miðlægan gagnagrunn þannig að erfitt er að fylgjast með því þegar fólk fer á milli læknastofa í þeim tilgangi að svíkja út lyf.
Viðmælandi Víkurfrétta sagði að nú færi í hönd að hreinsa mannorð sitt á lyfjaskrám því óafvitandi sé ferillinn í lyfjaúttektum orðinn mjög skrautlegur þegar kemur að sterkum lyfjum. Það á við um fleiri einstaklinga.
Þá er lögregla að kanna hvort fleiri en umrædd óreglukona hafi einnig stundað þessa iðju, en grunur er um slíkt.