Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svikabréf og svikarafpóstur send Suðurnesjamönnum
Fimmtudagur 13. janúar 2005 kl. 12:12

Svikabréf og svikarafpóstur send Suðurnesjamönnum

Töluvert hefur borið á því upp á síðkastið að Suðurnesjamönnum hafi borist bréf þar sem þeim er tilkynnt að viðkomandi hafi unnið 18,5 milljónir evra í lóttói. Bréfin koma frá Malaga á Spáni og eru þau merkt La Primitiva Loteria Y Apuestas. Svikahrappar standa fyrir þessu í þeim tilgangi að láta fólk greiða sér peninga fyrir einhverjum ótilgreindum kostnaði sem fylgir því að fá „stóra vinninginn“ sem svo aldrei kemur. Lögreglan í Keflavík segir fulla ástæðu til að vara almenning við þessum bréfum enda dæmi um að fólk hafi látið glepjast og glatað fé í þessa hrappa.

Þá varar lögreglan í Keflavík fólk við tölvupósti þar sem óskað er eftir að fólk hafi milligöngu um notkun bankareikninga sinna til að færa fjármuni, aðallega frá Afríku, gegn hárri þóknun.   Í þessum tilvikum er líka um svikahrappa að ræða og fólk varað við að koma á tengslum við þessa aðila.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024