Sveitarstjórnarmenn í Garði óhressir með SBK
Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu þess efnis að beina þeirri áskorun til Samgönguráðherra að hann beiti sér fyrir að SBK verði svipt sérleyfi því sem það hefur til aksturs frá Garði til Reykjavíkur. „Ég sendi ráðherra greinargerð um málið. Sveitarstjórnarmenn eru mjög óhressir með að SBK hafi alfarið lagt niður ferðir í Garðinn þrátt fyrir að sérleyfi þeirra sé enn í fullu gildi“, segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri.