Sveitarfélögin undirbúa yfirtöku á málefnum fatlaðra
Um næstu áramót flytast málefni fatlaðra frá ríki yfir til sveitarfélaga sem þessa dagana undirbúa yfirtöku á þessu viðamikla verkefni. Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum ræða hvernig best verði að þessu staðið og virðist almennt vera sammála um að gera Suðurnesin að einu þjónustusvæði.
Í Reykjanesbæ eru 232 einstaklingar sem nýta þjónustu við fatlaða. Þá er ótaldir þeir sem eru á biðlistum. Um er að ræða 97 börn upp að 17 ára aldri og 135 fullorðna.
Alls starfa 48 manns við þjónustuna í 29 stöðugildum, þ.e. þroskaþjálfar, félagsliðar og stuðningsfulltrúar. Kostnaður við þennan málaflokk í Reykjanesbæ nemur um 300 milljónum krónum árlega.
Nánar verður fjallað um þetta í Víkurfréttum á fimmtudaginn.