Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sveitarfélögin taka við málefnum fatlaðra
Miðvikudagur 24. nóvember 2010 kl. 09:21

Sveitarfélögin taka við málefnum fatlaðra


Sveitarfélögin á Suðurnesjum taka yfir þjónustu við fatlaða nú um áramótin en heildarsamkomulag milli ríkis og sveitarfélaga þess efnis var undirritað í gær.
Sveitarfélög og þjónustusvæði á vegum þeirra taka þá við ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar, óháð því hvort hún hefur verið veitt af ríki, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum eða öðrum aðilum, með þeim réttindum og skyldum sem henni tengjast.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa undanfarið undirbúið sig undir þetta stóra verkefni en um er að ræða eina viðamestu endurskipulagningu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frá flutningi grunnskólans árið 1996.

Vegna yfirfærslunnar fá sveitarfélögin 1,20% hækkun á útsvarshlutfalli gegn samsvarandi lækkun á tekjuskattshlutfalli ríkisins. Auk þess er frágengið að veitt verða framlög vegna veikrar stöðu útsvarsstofnsins, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, biðlista eftir þjónustu og breytingakostnaðar.

Talsverð umræða um yfirfærsluna hefur farið fram, m.a. á aðalfundi SSS í haust. Þar komu fram efasemdir um það hvort nægilega vel væri staðið að undirbúningi yfirfærslunar. Var m.a. lögð fram ályktun um að fresta henni um eitt ár en um það voru skiptar skoðanir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024