Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 13. apríl 2000 kl. 17:11

Sveitarfélögin sjá sjálf um kjarasamningagerð

Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða og Starfsmannafélag Reykjanesbæjar hafa skorað á bæjar- og sveitastjórnir á Suðurnesjum að gefa Launanefnd sveitarfélaga ekki umboð til kjarasamningagerðar, heldur sjái sveitarfélögin sjálf um kjarasamningagerð beint við félögin. Þessi ályktun var lögð fram á baráttufundi félaganna í Stapa 30. mars sl. Starfsmannafélögin telja það vera lítilsvirðingu við starfsmenn sveitarfélaganna að vilja ekki semja heima í héraði. „Í umboði til Launanefndar sveitarfélaganna felst afsal á öllu sem heitir sjálfstæð starfsmannastefna og slíkt er ekki sjálfstæðum sveitarfélögum sæmandi“, segir í ályktuninni. Kjarasamningar starfsmannafélaganna renna út 31. október og ljóst er, að félögin munu leggja áherslu á að sækja um hækkanir sem ýmsir aðrir hópar hafa fengið hjá sveitarfélögunum á samningstímabilinu sem þá lýkur, auk almennra launahækkana og lagfæringar á kjörum og réttindum. Félögin segja að launastefna sveitarfélaganna, sem lýsir sér í að hygla sumum en láta aðra sitja hjá, verði ekki liðin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024