Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveitarfélögin flýtifjármagni verkefnið
Þriðjudagur 31. júlí 2007 kl. 10:22

Sveitarfélögin flýtifjármagni verkefnið

Sá flöskuháls sem myndaðist í Heilbrigðisráðuneytinu vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Nesvöllum, virðist vera að hverfa. Líklegt má telja að sveitarfélögin flýtifjármagni verkefnið, þ.e. leggi sjálf út fyrir kostnaðinum og fái svo endurgreitt frá ríkinu á einhverjum árafjölda.

Vegna breyttra viðmiða í heilbrigðisráðuneytinu um byggingu hjúkrunarheimila þarf að endurhanna hjúkrunarrýmið á Nesvöllum. Þó virðast ekki í gildi neinar sérstakar reglugerðir hvað þetta varðar, heldur réðu geðþóttaákvarðanir embættismanna í ráðuneytinu eftir að þeir komu úr skoðunarferð frá Danmörku þar sem hjúkrunarheimili voru skoðuð.  Þar með skyldu íslensk hjúkrunarrými byggð að danskri fyrirmynd og um leið voru teikningarnar að hjúkrunarheimilinu á Nesvöllum orðnar úreltar.

Líklega verðu farin sú leið að  byggja eitt hjúkrunarheimili á Nesvöllunum og færa rýmin af Hlévangi þangað þannig að til verði eitt hjúkrunarheimili með á bilinu 60 – 80 hjúkrunarrými.

Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudag

 

VF-Mynd/ Frá fyrstu skóflustungunni að Nesvöllum.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024