Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveinn tekur tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 7. júní 2017 kl. 05:00

Sveinn tekur tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar

Sveinn Björnsson byggingafræðingur og löggiltur aðalhönnuður hefur tekið tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Frá þessu er greint á vef bæjarins.

Sveinn hefur á undanförnum árum starfað við eignaumsýslu hjá Reykjanesbæ. Sveinn hefur margs háttar reynslu af byggingafræði og starfaði um skeið sem byggingarfulltrúi í Stykkishólmi. Sveinn hefur auk þess unnið hjá Tækniþjónustu SÁ ehf., OMR verkfræðistofu ehf., THG Arkitektum ehf., Almennu Verkfræðistofunni hf. og verið sjálfstætt starfandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024