Sveinn sigraði á jólamóti eldri borgara
Jólamót eldri borgara í billiard var haldið í félagsmiðstöðinni Fjörheimum miðvikudaginn 11. desember 2002. Keppt var í tveimur, sex manna og tveimur fimm manna riðlum. Boðið var upp á smurt brauð, kökur og konfekt. Sigurvegarar í riðlunum voru Albert Karl, Ingvi Jakobsson, Guðmundur Jóhannsson og Sveinn Jakobsson. Þessir fjórir háðu svo harða rimmu til þess að skera úr um sigurinn á mótinu. Um þriðja sætið á mótinu lék Albert Karl og Guðmundur og það fór þannig að Guðmundur marði sigur á Alberti á svörtu kúlunni. Í úrslitaleiknum var það svo bræðrabylta en þar öttu kappi bræðurnir Sveinn og Ingvi Jakobssynir og það fór svo að Reykjanesbæjarmeistari eldriborgara Sveinn Jakobsson marði ,,stóra bróður'' sinn.
Billiard eldriborgara er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvanna Selsins og Fjörheima.
Mynd: Frá vinstri Guðmundur Jóhannsson 3. sæti, Hafþór Barði Birgisson forstöðumaður, Jóhanna Arngrímsdóttir forstöðumaður, Sveinn Jakobsson sigurvegari og Ingvi Jakobsson 2. sæti
Billiard eldriborgara er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvanna Selsins og Fjörheima.
Mynd: Frá vinstri Guðmundur Jóhannsson 3. sæti, Hafþór Barði Birgisson forstöðumaður, Jóhanna Arngrímsdóttir forstöðumaður, Sveinn Jakobsson sigurvegari og Ingvi Jakobsson 2. sæti