Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sveiflaði sveðju og var ógnandi í Innri-Njarðvík
Miðvikudagur 24. júní 2015 kl. 14:25

Sveiflaði sveðju og var ógnandi í Innri-Njarðvík

Maður ógnaði tveimur mönnum með sveðju í Innri-Njarðvík um níuleytið í gærkvöld. Vitni segir manninn hafa sýnt ógnandi tilburði og sveiflað stórri sveðju í átt að bíl sem mennirnir sátu í. ruv.is greinir frá.

Maðurinn sparkaði í bílinn og sveiflaði sveðjunni með ógnandi hætti. Lögregla kom á staðinn og ræddi við mennina í bílnum. Árásarmaðurinn komst undan en sveðjan fannst á vettvangi. Lögregla segir að ekki hafi komið til átaka og vitað sé hver maðurinn var. Lögregla gerir ráð fyrir því að haft verði uppi á manninum vegna málsins.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024