Svartaþoka í Reykjanesbæ
Svartaþoka skall á í dagrenningu á utanverðum Reykjanesskaganum og hamlaði hún millilandaflugi í morgun. Fimm farþegaþotur á vegum Icelandair og Iceland Express urðu að lenda á Reykjavíkurflugvelli af þessum sökum. Nú með morgninum fór að létta til og gátu tvær farþegaþotur lent á Keflavíkurflugvelli fyrir stundu, eftir því sem visir.is greinir frá.
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt. Skýjað verður með köflum og þurrt að kalla. Sunnan 5-10 og súld í nótt, en rigning á morgun. Hiti 12 til 17 stig.
Efri mynd: Frá Stekkjarkoti í morgun.
Þokan var þykk í Innri-Njarðvík. VFmyndir/elg.