Svartan reyk lagði frá Kölku
Smávægileg bilun í búnaði varð til þess að svartan reyk lagði frá strompi endurvinnslustöðvarinnar Kölku út í Helguvík í dag. Nokkrir höfðu samband við Víkurfréttir og vildu kanna hvort það hefði kviknað í húsi en við nánari athugun reyndist það koma frá Kölku. Slíkar bilanir gerast ekki oft en vegna öryggisráðstafana þá fer reykurinn í gegnum öryggisventil sem síðan hleypir reyknum út.
Talsmenn Kölku sögðu að ekki hefði verið um alvarlega bilun að ræða.
Myndin: Reykurinn sem lagði frá Kölku / VF-mynd: Atli