SVART OG SYKURLAUST
Í sumarbúðir NewmansÁ bæjarráðsfundi Reykjanesbæjar miðvikudaginn 9. júní var samþykkt að styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um 25 þúsund krónur svo 10 börn komist í sumarbúðir Pauls Newmans. Kaupir minnihlutinn?Bæjarráð hafnaði, á fundi þann 9. júní, að kaupa lokaverkefni Harðar Guðmundssonar, laganema, um skaðabótaábyrgð sveitarfélaga vegna stjórnsýslubrota. Ætli Jói Geirdal og menn hans bjóði í verkið, svona til að finna færi á meirihlutanum varðandi fjölnotahúsið góða.Vill losna við veitingaleyfinFjölskyldu- og félagsmálaráð vill losna við að fjalla um og ákvarða hverjir fái vínveitinaleyfi og hverjir ekki. Þetta kom fram á fundi ráðsins þann 7. júní sl. en ráðið telur þessum málaflokki betur borgið annars staðar í stjórnsýslunni vegna viðamikils lögfræðiþáttar slíkra umsókna og leyfisveitinga. Á krók kemur kerra léttLögregluembættin á Suðurlandi hafa sameinast um átak varðandi dráttarbúnað bifreiða, þyngd og öryggisbúnað eftirvagna, og ástand eftirvagna. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, sagði löngu tímabært að bæta úr ástandinu í þessum málaflokki. „Grundvallarreglan er sú að kerrur án hemlunarbúnaðar mega aðeins vega helming af þyngd ökutækisins sem dregur hana. Þá eru eftirvagnar yfir 750 kg. að þyngd skráningarskyldir og þarfnast skoðunar á sama hátt og bifreiðar. Þá ætti ekki þurfa að minnast á að kerrur skulu útbúnar lögboðnum ljósabúnaði og aurhlífum.“ Skv. uppl. VF eru lögreglumenn á Suðurlandi harðastir allra í kerruskoðunarmálunum og að þar sé að myndast kerrukirkjugarður. Sektir vegna ólöglegs tengibúnaðar og eftirvagna eru frá 4-10 þúsund eftir alvarleika brotanna.Óstöðvandi velmegunSuðurnesjamenn halda áfram að moka seðlum sínum í ríkissjóð og í síðustu viku létu 46 aðilar sig hafa það að greiða aksturshraðagjald í umdæmi lögreglunnar í Keflavík (lágmark 4.000 þús. stk.) og 33 tossagjald óskoðaðra bifreiða ( 8.000 þús. stk.) en samtals eru þetta 448.000 þúsund. Bætum 3 ölvunarakstursmálum ( 30.000 stk.) vikunnar sem leið við og þá höfum við náð verði fínasta tjaldvagns eða hreinlega heimsreisu. Tveir stútar um helginaLögreglan kærði tvö ökumenn fyrir ölvun við akstur um helgina. Annar lenti í klóm lögreglunnar vegna hraðaksturs á Reykjanesbrautinni á föstudagskvöldi en hinn reyndist bara á rúntinum á Hafnargötunni seint á laugardagsnóttinni.