Svaf úr sér í fangaklefa eftir óspektir
 Æstur og ölvaður maður var handtekinn fyrir óspektir utan við skemmtistað á Hafnargötu í Reykjanesbæ í nótt. Maðurinn var fluttur í fangageymslur þar sem hann svaf úr sér vímuna og æsinginn.
Æstur og ölvaður maður var handtekinn fyrir óspektir utan við skemmtistað á Hafnargötu í Reykjanesbæ í nótt. Maðurinn var fluttur í fangageymslur þar sem hann svaf úr sér vímuna og æsinginn.Rétt eftir fimm í nótt var tilkynnt að rúða hafi verið brotin í bifreið utan við hús á Njarðvíkurbraut í Njarðvík. Ekki er vitað hver var hér að verki. Bifreiðin sem um ræðir er af gerðinni Suzuki Swift, græn að lit.
Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, annar á Reykjanesbraut og hinn Njarðarbraut. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot og annar fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				