VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Svaf úr sér í fangaklefa eftir óspektir
Laugardagur 5. mars 2005 kl. 14:41

Svaf úr sér í fangaklefa eftir óspektir

Æstur og ölvaður maður var handtekinn fyrir óspektir utan við skemmtistað á Hafnargötu í Reykjanesbæ í nótt. Maðurinn var fluttur í fangageymslur þar sem hann svaf úr sér vímuna og æsinginn.

Rétt eftir fimm í nótt var tilkynnt að rúða hafi verið brotin í bifreið utan við hús á Njarðvíkurbraut í Njarðvík. Ekki er vitað hver var hér að verki. Bifreiðin sem um ræðir er af gerðinni Suzuki Swift, græn að lit.

Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, annar á Reykjanesbraut og hinn Njarðarbraut. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot og annar fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25