Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svæðið girt af eftir viku
Föstudagur 7. janúar 2005 kl. 14:40

Svæðið girt af eftir viku

Miltisbrandssýkta svæðið við bæinn Sjónarhól á Vatnsleysuströnd hefur ekki enn verið girt af vegna andstöðu eigenda jarðarinnar. Þetta er haft eftir Gunnari Erni Guðmundssyni héraðsdýralækni í Fréttablaðinu í dag. Reynt hefur verið að ná samkomulagi í málinu enda mikilvægt að svæðinu verði lokað svo skepnur komist ekki inn á það.

Gunnar Örn segir í samtali við Fréttablaðið að embætti yfirdýralæknis vilji að svæðið sem hestarnir voru sannanlega á verði girft af. Og að rafmagnsgirðing sem gekk að hluta yfir tjörn á svæðinu verði einnig girt af. Segir Gunnar að ekki verði látin líða lengri tíma en ein vika þangað til svæðið verði girt. Eftir viku verði gengið í að girða svæðið af.
Myndin: Séð að bænum Sjónarhóli en embætti yfirdýralæknis hefur látið gula viðvörunarborða á girðinguna í kringum bæinn. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024