Sunnanáttir og meiri rigning
Fyrsta haustlægðin heilsaði með hvelli en veðrið er gengið niður á vestanverður landinu. Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðvestan 10-15 m/s, en 13-18 í kvöld. Skúrir og hiti 8 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og skúrir, en hægari vindur, þurrt og bjart veður á A-landi. Samfelld rigning S- og V-lands seinni partinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast A-lands.
Á laugardag:
Stíf sunnanátt og rigning, en síðar suðvestlægari og skúrir. Úrkomulítið á Norðausturlandi. Kólnandi í bili.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Sunnan- og suðvestanátt. Rigning eða skúrir, einkum S- og V-lands. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast norðaustantil.