Sunnanáttir með skúrum
Það er búist við suðlægum áttum, aðallega suðvestan, nætu daga með rigningu eða skúrum. Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið hljóðar upp á suðvestan 3-8 m/s og skýjað, en úrkomulítið. Gengur í suðaustan 10-15 með rigningu í fyrramálið, en vestlægari og skúrir seinni partinn. Hiti 6 til 11 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðvestan 3-8 m/s og dálítil súld framan af morgni, en síðan þurrt að kalla. Suðaustan 10-15 og rigning á morgun. Hiti 6 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Sunnan 13-18 m/s og rigning eða súld á S- og V-verðu landinu, en annars hægara og þurrt að kalla. Vestlægari og skúrir með kvöldinu, en bjartviðri NA-til. Hiti 5 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Suðvestan 13-20 m/s og skúrir, en léttskýjað að mestu á A-verðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og vætu víða um land, en þurru NA-til. Áfram milt veður.
Á mánudag:
Búast má við austan hvassviðri eða stormi.