Sunnanátt og rigning í dag
Klukkan 6 í morgun var austlæg átt, 5-10 m/s, en heldur hvassari suðvestanlands. Þokusúld á annesjum norðan og austantil, en annars yfirleitt skýjað. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast um sunnanvert landið.
Austan 5-10 m/s og súld á annesjum norðan- og austanlands í fyrstu, en síðan úrkomulítið. Vaxandi austan og suðaustanátt sunnantil, 8-13 og rigning með morgninum, en seinnipartinn nyrðra. Suðlægari og skúrir með kvöldinu, en úrkomulítið og léttir til norðanlands í nótt. Sunnan og suðaustan 8-13 og dálítil rigning vestantil á morgun, en hægari og úrkomulítið annars staðar. Hiti 4 til 10 stig.
Austan 5-10 m/s og súld á annesjum norðan- og austanlands í fyrstu, en síðan úrkomulítið. Vaxandi austan og suðaustanátt sunnantil, 8-13 og rigning með morgninum, en seinnipartinn nyrðra. Suðlægari og skúrir með kvöldinu, en úrkomulítið og léttir til norðanlands í nótt. Sunnan og suðaustan 8-13 og dálítil rigning vestantil á morgun, en hægari og úrkomulítið annars staðar. Hiti 4 til 10 stig.