Sunnanátt með skúrum
Á Garðskagavita voru SA 3 og 2.1 stiga hiti kl. 9.
Klukkan 6 voru norðaustan 8-15 m/s norðvestantil og við norðurströndina, annars mun hægari austlæg átt. Rigning norðvestanlands, en skýjað að mestu annars staðar og úrkomulítið. Hiti var 0 til 6 stig, en 1 stigs frost var á Húsafelli.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg austlæg átt og stöku skúrir. Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, 13-18 og rigning um hádegi á morgun. Sunnan 5-10 og skúrir síðdegis á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
NA 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum norðvestantil, einkum á Vestfjörðum. Annars fremur hæg austlæg eða breytileg átt og smáskúrir eða él vítt og dreift um landið. Hiti 0 til 7 stig, svalast NV-til. Austan 10-18 á morgun og rigning eða súld, fyrst sunnanlands. Hægari sunnanátt og skúrir sunnantil síðdegis.
Mynd: Séð yfir Njarðvík. VF-mynd/elg