Sunnan og suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun í fyrramálið. Viðvörunin er t.a.m. í gildi á Faxaflóa frá kl. 06 í fyrramálið og til kl. 08:30. Veðurstofan segir sunnan og suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma.
Sunnan og suðvestan 20-28 m/s og talsverð eða mikil snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.