Sunnan gola og þurrt fram yfir hádegi
Sunnan gola og þurrt fram yfir hádegi, síðan vaxandi suðaustanátt með rigningu eða slyddu, 13-18 m/s síðdegis. Snýst í hvassa vestanátt í kvöld. Hiti 0 til 7 stig. Suðvestan 8-15 og él á morgun. Hiti um eða yfir frostmarki.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan gola og þurrt fram yfir hádegi, síðan vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu. Hiti 1 til 5 stig. Snýst vestan 15-20 í kvöld. Suðvestan 8-13 og él á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestan 5-13 og víða bjartviðri, en stöku él SV-til. Hiti 1 til 5 stig við S-ströndina, annars 0 til 5 stiga frost. Vaxandi sunnanátt V-lands um kvöldið.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt með rigningu og síðar skúrum eða slydduéljum, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 1 til 8 stig, mildast austast.
Á mánudag og þriðjudag:
Vestanátt og dálítil væta, eða snjókoma á V-verðu landinu, en þurrt og bjart veður A-til. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu eða slyddu S- og V-lands.