Sunnan 5-10 m/s og él
Kl. 06 var sunnan kaldi, en hægari vindur S- og A-lands. Þurrt á NA- og A-landi, annars víða él. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Við Faxaflóa verður sunnan 5-10 m/s og él, austlægari á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og él, en úrkomulítið NA-lands. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-til.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-10 og él, frost 0 til 4 stig. Austlægari á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Él á víð og dreif og kalt í veðri. Norðanátt með snjókomu eða éljum eftir helgi, en yfirleitt þurrt á S-verðu landinu.