Sunnan 13-18 og rigning eða slydda í kvöld
Vestlæg átt, 8-13 m/s og stöku él við Faxaflóa. Sunnan 13-18 og rigning eða slydda í kvöld, minnkandi suðvestanátt og skúrir eða slydduél á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él. Sunnan 10-15 og rigning eða slydda í kvöld, minnkandi suðvestanátt og skúrir eða él á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Vestan 8-15 m/s, hvassast nyrst. Hægviðri um kvöldið. Víða dálítil él. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag:
Suðlæg átt, 10-18 m/s, með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu. Hlýnandi í bili.
Á sunnudag og mánudag:
Suðvestanátt, 8-15, og éljagangur, en þurrt A-lands. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.
Á þriðjudag:
Vestan átt og snjókoma eða él um mest allt land. Frost 0 til 5 stig.