Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. janúar 2002 kl. 16:21

Sundsprettur á nýársnótt setti viðvörunarkerfi í gang

Nóttin var róleg hjá Brunavörnum Suðurnesja. Viðvörunarkerfi í sundlaug Grindavíkur fór í gang í nótt þegar einn bæjarbúi lagðist til sunds í lauginni. Þá þurfti sjúkrabíl til að flytja mann á sjúkrahús eftir átök í Sandgerði. Meiðsl voru ekki alvarleg.Slökkviliðið hefur ekki þurft að hreyfa bílaflota sinn það sem af er nýja árinu og sagðist Gísli Viðar Harðarson varðstjóri hjá slökkviliðinu kunnar því vel og almenn rólegheit væru hjá mannskapnum á slökkvistöðinni í Keflavík í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024