Sundmiðstöðin lokar vegna viðhalds
Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar endurbætur á Sundmiðstöðinni í Keflavík og verður hún því lokuð í nokkurn tíma frá og með mánudeginum 30. ágúst nk.
Jón Jóhannsson, forstöðumaður Sundmiðstöðvarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að þakið verði tekið í gegn ásamt því að skipt verði um yfirborð á sundlaugabakkanum.
„Það verður skipt um allt járn, pappa og einangrun í þakinu og svo verða mósaíkflísarnar á bakkanum teknar upp og flotefni sett í staðinn,“ sagði Jón. Eins og sundlaugargestir hafa eflaust orðið varir við er bakkinn orðinn ansi dapur vegna þess að flísarnar hafa rifnað upp á stórum flekkum. Flotefnið sem mun koma í stað þeirra hefur verið í notkun á ýmsum sundstöðum á landinu, m.a. á Hellu og hefur gefist vel. Þó þykir það full hált og verða gerðar betrumbætur á því í uppsetningunni hér.
Jón sagði að lokum að ekki væri víst hversu langan tíma verkið tæki en það færi mikið til eftir veðri. „Það verður sennilega lokað í meira en viku en við munum reyna að hafa það eins stutt og við getum.“
Það skal tekið fram að líkamsræktarstöðin Perlan verður opin allan tímann sem sundlaugin er lokuð.
Mynd: Oddgeir Karlsson
Jón Jóhannsson, forstöðumaður Sundmiðstöðvarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að þakið verði tekið í gegn ásamt því að skipt verði um yfirborð á sundlaugabakkanum.
„Það verður skipt um allt járn, pappa og einangrun í þakinu og svo verða mósaíkflísarnar á bakkanum teknar upp og flotefni sett í staðinn,“ sagði Jón. Eins og sundlaugargestir hafa eflaust orðið varir við er bakkinn orðinn ansi dapur vegna þess að flísarnar hafa rifnað upp á stórum flekkum. Flotefnið sem mun koma í stað þeirra hefur verið í notkun á ýmsum sundstöðum á landinu, m.a. á Hellu og hefur gefist vel. Þó þykir það full hált og verða gerðar betrumbætur á því í uppsetningunni hér.
Jón sagði að lokum að ekki væri víst hversu langan tíma verkið tæki en það færi mikið til eftir veðri. „Það verður sennilega lokað í meira en viku en við munum reyna að hafa það eins stutt og við getum.“
Það skal tekið fram að líkamsræktarstöðin Perlan verður opin allan tímann sem sundlaugin er lokuð.
Mynd: Oddgeir Karlsson