Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sundlauginni í Sandgerði lokað vegna breytinga
Miðvikudagur 25. apríl 2007 kl. 14:27

Sundlauginni í Sandgerði lokað vegna breytinga

Sundlaugin í Sandgerði verður lokuð frá hádegi næsta laugardags fram að áramótum á meðan þar fara fram miklar endurbætur á aðstöðu. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, sagði í viðtali við Víkurfréttir að um væri að ræða byltingu í allri aðstöðu til íþróttaiðkunar.

„Við erum að breyta lauginni úr 17,3 metrum í 25m og við erum að setja upp nýja potta, rennibrautir og sturtuklefa. Svo gerum við líka nýja afgreiðslu, þreksal og æfingasal þannig að þetta verður algjör bylting.“

Kostnaður við framkvæmdina er talinn vera rúmar 260 milljónir. Sandgerðisbær vinnur að verkinu ásamt Fasteign hf. og fellur kostnaður á báða aðila, en þó er enn ekki ljóst hvernig hlutföll verða.

Nú er búið að bjóða út fyrsta áfanga verksins, sem lýtur að niðurrifi og jarðvegsframkvæmdum og bárust tilboð frá fimm aðilum. Verður valið úr tilboðum á morgun en framkvæmdir eiga að hefjast á mánudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024