Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sundlaugin opnar á fimmtudag
Þriðjudagur 28. september 2004 kl. 17:21

Sundlaugin opnar á fimmtudag

Sundmiðstöðin við Sunnubraut í Keflavík opnar aftur eftir viðgerðir n.k. fimmtudag.

Framkvæmdir hafa staðið í réttan mánuð og hefur m.a. verið skipt um þakefni miðstöðvarinnar og yfirborð á Laugarbakka. Framkvæmdum er ekki alveg lokið en þó þykir ekki nauðsyn að hafa lokað lengur.

Stjórnendur og starfsfólk færa íbúum bæjarins þakkir fyrir þolinmæðina og hvetja alla til að koma í sund.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024