Fimmtudagur 15. febrúar 2018 kl. 07:00
Sundgestum Vatnaveraldar fjölgar
Gestir Vatnveraldar í Reykjanesbæ árið 2017 voru 174.262. Þar af voru starfsmenn Reykjanesbæjar 6.270 af gestafjöldanum. En eins og kunnugt er fengu starfsmenn Reykjanesbæjar sundkort í jólagjöf.
Um er að ræða aukningu á gestum en 159.146 sóttu Vatnaveröld árið 2016.