Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sundferðin hækkar um 130 krónur
Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 15:06

Sundferðin hækkar um 130 krónur

Sundkort og gjöld fyrir börn óbreytt í Reykjanesbæ

Stök ferð í sund í Reykjanesbæ hækkar um 130 krónur frá og með áramótum. Miðinn fyrir fullorðna fer því úr 570 krónum í 700 krónur eftir að Íþrótta-og tómstundaráð Reykjanesbæjar lagði hækkunina til á fundi sínum í morgun. Sundkort verða á sama verði sem og gjöld fyrir börn.
 
Tekið er fram í fundargerð að hagstæðast verði að kaupa 30 miða kort sem muni kosta 8.965 sem gerir 298 krónur fyrir sundferðina. Árskortið verður á 25.750 kr.
 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024