„Sumarsteypa“ í janúarlok
Karlarnir sem voru að störfum við Pósthússtræti í Keflavík í morgun voru léttir í lund, enda steypuvinna á fullu. Unnið var að því að steypa 700 fermetra gólfplötu í bílageymslukjallara.
Veðrið er sem að sumri og framkvæmdir gengu vel. Fyrra háhýsið verður fullbúið í lok næsta mánaðar og þegar hafa verið steyptar upp tvær hæðir af sjö á turni númer tvö. Um er að ræða 26 íbúða hús.
Að sögn Einars Guðberg, byggingaverktaka, hafa þegar verið teknar frá um 20 íbúðir í því húsi.
Mynd: Séð yfir framkvæmdasvæðið ofan af 7. hæð við Pósthússtræti í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Veðrið er sem að sumri og framkvæmdir gengu vel. Fyrra háhýsið verður fullbúið í lok næsta mánaðar og þegar hafa verið steyptar upp tvær hæðir af sjö á turni númer tvö. Um er að ræða 26 íbúða hús.
Að sögn Einars Guðberg, byggingaverktaka, hafa þegar verið teknar frá um 20 íbúðir í því húsi.
Mynd: Séð yfir framkvæmdasvæðið ofan af 7. hæð við Pósthússtræti í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson