Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarlokun leikskóla í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 2. nóvember 2004 kl. 14:41

Sumarlokun leikskóla í Reykjanesbæ

Fræðsluráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 1. nóvember niðurröðun vegna sumarlokunar og starfsdaga leikskóla næsta sumar.

Sumarlokun er skipt þannig að ávallt verður einn leikskóli opinn þannig að foreldrar geta nýtt sér vistun í öðrum leikskóla ef nauðsyn krefur, hvert barn skal þó eiga rétt á fjögurra vikna samfelldu sumarleyfi að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Sumarlokun og starfsdagar:
Heiðarsel, 6. júní-11. júlí. Börnin mæta 12. júlí.
Gimli og Hjallatún, 13. júní-18. júlí. Börnin mæta 19. júlí.
Garðasel og Vesturberg, 1. júlí-5. ágúst. Börnin mæta 8. ágúst.
Holt og Tjarnarsel, 12. júlí-16. ágúst. Börnin mæta 17. ágúst.

Starfsdagar:
Heiðarsel, 11. júlí
Gimli og Hjallatún, 18. júlí
Garðasel og Vesturberg, 5. ágúst
Holt og Tjarnarsel, 16. ágúst

VF-mynd/ úr safni
 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024